top of page
Search

Á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks

Writer's picture: Embla Guðrúnar ÁgústsdóttirEmbla Guðrúnar Ágústsdóttir

Í dag er alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks.


Þó margt hafi áunnist er enn svo ótrúlega langt í land. Enn þurfum við að berjast fyrir lágmarks réttindum og viðmiðin um hvað séu ásættanlegt eða gott líf eru alls ekki þau sömu fyrir fatlað og ófatlað fólk.


Við sjáum það svo ótrúlega skýrt þegar fatlað fólk vogar sér að fara fram á eitthvað meira en bara það að lifa af. Þegar við gerum kröfu um fulla þátttöku, að á okkur sé hlustað, að við fáum pláss á sviðinu en ekki bara í stúkunni og svigrúm til að njóta - þá fyrst hleypur rótgróna samfélagsmyndin í vörn.


,,Þið eruð svo frek og vanþakklát, af hverju eru þið ekki þakklát fyrir öll þessi aðgengilegu klósett? Verið þakklát fyrir þetta eina aðgengilega pláss í leikhússalnum, þó aðgengið sé ekki gott upp á svið. Þið verðið að sýna því skilning að húsið er gamalt og friðað. Því réttur gamalla húsa til að halda upprunalegu óaðgengi sínu er augljóslega ríkari réttindum fatlaðs fólks."


Fyrir mörgum árum sagði baráttukonan Judy Heumann þessi fleygu orð:

"And I'm very tired of being thankful for accessible toilets, you know? I-- I really am tired of feeling that way, when I basically feel that, if I have to feel thankful about an accessible bathroom, when am I ever gonna be equal in the community?"


Og það er nú einmitt það, hvenær fáum við jöfn tækifæri? Núna í vikunni var ég spurð ,,þú hefur bara ákveðið að koma til okkar í blóðprufu þrátt fyrir þetta leiðinda veður?" Ég veit ég hversu oft ég hef fengið einhverja svona athugasemd, þar sem fólk lýsir yfir undrun sinni að ég sé einhverstaðar þrátt fyrir vont veður (við búum á Íslandi). Alltaf svara ég á sömu leið ,,já ég þarf nú að mæta í vinnuna og keyra barnið á leikskólann sama hvernig veðrið er." Í þetta skiptið fékk ég hreinskilnið og afar afhjúpandi svar ,,já afsakið ég bara hreinlega gerði ekki ráð fyrir að þú þyrftir að vera einhverstaðar."


Já, réttindabaráttan er víst bara rétt að byrja! Á þessum alþjóðlega degi fatlaðs fólks skulum við muna og minna önnur á að:

  • Fatlað fólk lifir innihaldsríku og mikilvægu lífi.

  • Fatlað fólk sinnir fjölbreyttum hlutverkum.

  • Fatlað fólk elskar og er elskað.

  • Fatlað fólk skiptir máli fyrir samfélagið.

2 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


EMBLA GUÐRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTIR

  • Facebook
  • alt.text.label.Instagram

Images on this webpage: Eva Ágústa Aradóttir, Leifur Wilberg, Ragnar Visage or from private albums.

©2025 by Embla Guðrúnar Ágústsdóttir

bottom of page